Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Sálfræði í íþróttum

Íþróttamanneskja sem tileinkar sér hugræna færni í íþróttum er líklegri til að takast á við hindranir og mótlæti, sem geta komið upp við æfingar og keppni.  Á þetta við um bæði líkamlegt mótlæti sem og andlegt.  Líkamlegt mótlæti gæti verið erfið meiðsli og aukið æfinga- og leikjaálag.  Andlegt mótlæti gæti verið fá tækifæri um spiltíma og ósætti við þjálfara eða samherja.  Þá er líka nauðsynlegt að undirbúa sig andlega fyrir erfið mót, leiki og jafnvel andstæðinga til láta sem fæsta hluti koma sér á óvart eða slá sig út af laginu.  Í þessu samhengi er hugræn þjálfun í lykilhlutverki.  

Hér fyrir neðan má finna gögn og bæklinga til að tileinka sér hugræna færni.  Til dæmis bækling um sálfræði í knattspyrnu sem var samstarfsverkefni KSÍ og HR.  Bæklinginn má þó nýta fyrir allar íþróttagreinar og ætti að nýtast bæði íþróttamanneskjum sem og þjálfurum.  

100523_Salfraedi_i_knattspyrnu.pdf (ksi.is)

IOC-Mental Health in Elite Athletes Toolkit 2021

Mental Health in Elite Athletes IOC Concensus Statement