Þjálfaramenntun ÍSÍ
Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar. Allir nemendur sem ljúka námi á 1. stigi fá þjálfaraskírteini með staðfestingu á náminu og einkunn. Auk náms á stigunum þurfa þjálfarar að hafa gilt skyndihjálparnámskeið og ákveðna þjálfunarreynslu til að geta haldið áfram námi. Menntun á hverju stigi fyrir sig er ekki lokið fyrr en þjálfari hefur lokið bæði almenna hlutanum hjá ÍSÍ og sérgreinahlutanum hjá viðkomandi sérsambandi. Einnig eru aldurstakmörk inn á námskeiðin; 16 ár á 1. stig, 18 ár á 2. stig og 20 ár á 3. stig.
ÍSÍ sér um almenna hlutann og fer öll kennsla fram í fjarnámi. Sérsambönd ÍSÍ sjá um sérgreinahlutann. Námið er í boði þrisvar á ári, þ.e. sumar-, haust- og vorfjarnám.
Kostnaður: (Fyrirmyndarfélög og deildir fá 20% afslátt fyrir sína þjálfara)
1. stig: 34.000 kr. Ný og efnismikil bók, Þjálffræði, verður nú tekin í notkun í Þjálfaramenntuninni.
2. stig: 28.000 kr.
3. stig: 40.000 kr.
Skráning í þjálfaramenntun ÍSÍ fer fram hér.
Þjálfaramenntun ÍSÍ er áfangaskipt fræðslukerfi og eru þjálfarastigin þrjú. Þetta kerfi er samræmt fyrir allar íþróttagreinar. Hér má lesa um hvert stig fyrir sig:
Leiðbeinandi barna- og unglinga í íþróttum pdf
Bækling um þjálfaramenntun ÍSÍ má nálgast hér.
Stefnuyfirlýsingu um þjálfaramenntun ÍSÍ má nálgast hér.
![]() | ![]() |