Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

GDPR - vinnustofa

Persónuverndarstefna ÍSÍ 

Ný persónuverndarlöggjöf (GDPR) hefur tekið gildi á Íslandi. Með tilkomu hennar eru lagðar nýjar skyldur og kröfur á félagasamtök og fyrirtæki og er íþróttahreyfingin ekki þar undanskilin. Gerð er krafa um að öll sérsambönd, íþróttahéruð og aðildarfélög haldi skrá (vinnsluskrá) um alla vinnslu persónuupplýsinga innan viðkomandi einingar og einnig þarf að vinna áhættumat og úrbótaáætlun, ef nauðsyn er talin. Gerð er krafa um að allir ábyrgðaraðilar setji sér gilda Persónuverndarstefnu eða fræðslu til einstaklinga með öðru móti, sem unnið er eftir.

ÍSÍ hefur, í samstarfi við Advice/Advania, unnið leiðbeiningarpakka fyrir íþróttahreyfinguna vegna nýrra laga um persónuvernd (GDPR), þar sem tekið er á flestum þeim hlutum sem sérsambönd ÍSÍ, íþróttahéruð og íþrótta- og ungmennafélög þurfa að huga að í kjölfar breytinga á persónuverndarlöggjöfinni.

Ákveðið hefur verið að fara af stað með vinnustofu í öllum íþróttahéruðum á landinu til að aðstoða sambandsaðila ÍSÍ við að koma þessari vinnu á gott spor. Á nokkrum stöðum þarf að halda vinnustofu fyrir tvö til þrjú íþróttahéruð saman. Elías Atlason verkefnastjóri hjá ÍSÍ mun sjá um vinnustofurnar.

 

Dagskrá vinnustofu:

·         Kynning hugtök (15 mín.)  -  Hvað eru persónuupplýsingar, skilgreiningar á helstu hugtökum

·         Vinnsluskrá (1,5 klst.)  -  Leiðbeiningar, vinna við gerða vinnsluskrár, vinnslusamningur

·         Persónuverndarstefna (45 mín.)  -  Vinna við gerð stefnu

·         Úrbótaskrá og áætlun (30 mín.)  -  Gerð drög á úrbótaáætlun


Gerð er krafa um að þátttakendur hafi fartölvu með sér í vinnustofu.

ÍSÍ hvetur íþróttahéruð og félög innan þeirra vébanda að nýta sér þessa vinnustofu.

 

Skráning á vinnustofu GDPR

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Rusl-vörn