Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Sunnlendingar á Ólympíuleikum

23.05.2012Sýningin Sunnlendingar á Ólympíuleikum var haldin af tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og var samstarfsverkefni Héraðssambandsins Skarphéðins og Byggðasafns Árnesinga. Sýningin var framlag Sunnlendinga í afmælishátíðarhöldunum á þessum tímamótum. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar sem haldin var í Byggðasafni Árnesinga og var opin fyrir gesti og gangandi í sumar. Á sýningunni var greint frá afrekum íþróttamanna innan vébanda Héraðssambandsins Skarphéðins, sem náð hafa þeim árangri að keppa á Ólympíuleikum.

Að sýningunni unnu starfsmenn Byggðasafns Árnesinga, framkvæmdastjóri HSK og sögu- og minjanefnd HSK. Örn Guðnason hannaði spjöldin en Jón M. Ívarsson samdi texta. Sýningin hefði ekki orðið til nema með samvinnu við Ólympíufarana sem lánuðu til sýningarinnar ljósmyndir og persónulega muni sem tengdust för þeirra á Ólympíuleikana. Nokkrir munir voru jafnframt fengnir að láni hjá Íþróttasafni Íslands á Akranesi.