Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Hjólum til framtíðar

18.09.2012

Ráðstefnan Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla, verður haldin í Iðnó föstudaginn 21. september.

Í ár er áherslan á það sem efst ber á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi. Rannsókn um Hjólreiðar á köldum svæðum er eitt lykilerinda ráðstefnunnar. Þar kemur fram að öflugasti hópur hjólreiðamanna borgarinnar Oulu er á aldrinum 15 – 25 árs og um 30% þeirra hjóla árið um kring allra sinna ferða í allt að -30°frosti. Til landsins koma virtir vísindamenn með fyrirlestra, m.a. frá Bretlandi og Finnlandi. Innlendar hjólatengdar rannsóknarniðurstöður og rannsóknir verða kynntar þar á meðal rannsókn ÍSÍ sem lögð var fyrir liðsstjóra Hjólað í vinnuna árið 2011. Einnig verður farið yfir reynslu einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga af eflingu hjólreiða.
 

Skráning og nánari upplýsingar má finna hér eða á heimasíðu Hjólafærni.