Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
19

Starfsamt ársþing HSÞ

11.03.2013

Ársþing HSÞ val haldið á Grenivík þann 10. mars síðastliðinn.  Þingið var starfsamt og fjöldi tillagna var afgreiddur úr nefndum að mestu án breytinga og samþykktur af þingheimi.  Jóhanna Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins og Signý Stefánsdóttir akstursíþróttakona var kjörin íþróttamaður HSÞ.

Reikningar sambandsins voru jákvæðir og samþykktir af þingheimi án umræðna.  Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þeir Gunnar Bragason úr framkvæmdastjórn og jafnframt gjaldkeri ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Friðrika Björk Illugadóttir fékk silfurmerki ÍSÍ á þinginu en það var Kristrún Kristjánsdóttir sem tók við merkinu úr hendi Gunnars Bragasonar vegna fjarveru Friðriku.  Á myndinni eru þau Gunnar Bragason og Kristrún Kristjánsdóttir.