Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

"Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum"

05.04.2013Þriðjudaginn 9. apríl stendur fræðslu- og þróunarsvið ÍSÍ fyrir hádegisfundi í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið tengt lyfjamisnotkun í íþróttum. Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs ÍSÍ fer yfir stærstu lyfjamisnotkunarmál, bæði gömul og ný, sem upp hafa komið innan íþrótta. Meðal þess sem hann fjallar um er skipulögð lyfjamisnotkun Austur-þýskra íþróttamanna, lyfjamisnotkun tengd hjólreiðum og Balco málið. Inn í umfjöllunina fléttast frásagnir af afleiðingum lyfjamisnotkunarinnar. Skráning fer fram á skraning@isi.is, en aðgangur er ókeypis og öllum heimilaður.