Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
24

Sigurður og Heiðar Ingi sæmdir Gullmerki ÍSÍ

23.04.2013

34. Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í Skrímslasetrinu á Bíldudal 15.apríl síðastliðinn. Góð mæting var á þingið , ýmis mál voru tekin fyrir og lög sambandsins uppfærð.  Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem starf komandi árs var rætt. Mikil upplyfting hefur verið innan héraðssambandsins seinustu ár og er framtíðin björt.   

Gunnlaugur Júlíusson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og sæmdi hann Sigurð Viggósson og Heiðar Inga Jóhannsson með Gullmerki ÍSÍ en báðir hafa verið virkir í íþrótta- og æskulýðsmálum í mörg ár. Báðir hafa þeir setið sem formenn HHF og voru þeir meðal þeirra sem endurvöktu sambandið árið 1980 en þá hafði það legið í dvala í allmörg ár.

Engar breytingar urðu á stjórn en hana skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi og Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi. Í varastjórn sitja Guðný Sigurðardóttir, Kristrún A. Guðjónsdóttir og Heiðar I. Jóhannsson.   

Íþróttamenn sem þóttu hafa skarað fram úr á árinu 2012 fengu viðurkenningar í sínum flokkum. Körfuknattleiksmaður HHF var Edda Sól Ólafsdóttur úr Íþróttafélaginu Herði, frjálsíþróttamaður HHF var Saga Ólafsdóttir úr Íþróttafélaginu Herði og knattspyrnumaður HHF var Tómas Erich Steinarsson úr Ungmennafélagi Tálknafjarðar. Tómas Erich var einnig valinn íþróttamaður HHF árið 2012.

Á myndinni má sjá Heiðar Inga, Sigurð og Gunnlaug við afhendingu Gullmerkja ÍSÍ.