Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Heimsókn frá EFCS

01.05.2013Framkvæmdastjóri European Federation of Company Sport (EFCS) Mr. Musa Lami fundaði með fulltrúum ÍSÍ mánudaginn 29. apríl. Á fundinum var m. a. farið yfir starfsemi ÍSÍ og verkefni almenningsíþróttasviðs, verkefni EFCS og þann möguleika að koma á nánari samstarfi milli þessara sambanda með það að markmiðið að efla íþróttir í fyrirtækjum hér á landi.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands á aðild að sambandinu ásamt 24 öðrum þjóðum en EFCS var stofnað árið 1962 í Sviss.
Það helsta sem EFCS stendur fyrir eru ýmsir viðburðir eins og t.d. sumar- og vetrarleikar. Fyrstu sumarleikarnir voru haldnir árið 1977 í Hollandi. Íslendingar áttu í fyrsta skipti lið á sumarleikunum í Álaborg árið 2007 og voru það starfsmenn frá Póstinum sem tóku þátt í keilu. Fyrstu vetrarleikarnir voru haldnir í Innsbruck í Austuríki árið 1990.

Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs var kosinn einn af endurskoðendum stjórnar EFCS árið 2004 og  gegndi því embætti til ársins 2012. Inn á heimasíðu EFCS eru ýmsar upplýsingar um stjórn, aðildarlönd, markmið, sumar- og vetrarleika.

Á meðfylgjandi mynd er Mr. Lami með Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, Ingibjörgu Bergrós Jóhannesdóttur, sem á sæti í nefnd almenningsíþróttasviðs og Jónu Hildi Bjarnadóttur, sviðsstjóra almenningsíþróttasviðs.