Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Aðalbjörg sæmd Silfurmerki ÍSÍ

06.05.2013

Ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið í Sævangi 30. apríl síðastliðinn.  23 fulltrúar mættu frá 7 af 8 aðildarfélögum HSS á þingið.  Aðalbjörg Óskardóttir hætti í stjórn eftir stjórnarsetu frá árinu 2004.  Gunnlaugur Júlíusson, sem sótti fundinn fyrir hönd ÍSÍ, sæmdi Aðalbjörgu Silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf í hreyfingunni.  Guðbjörg Hauksdóttir tók sæti Aðalbjargar í stjórn HSS en aðrar breytingar urðu ekki á stjórninni.  Fjölbreytt verkefni eru framundan hjá sambandinu í sumar.  Birkir Þór Stefánsson  var sæmdur titlinum Íþróttamaður HSS 2012 og Harpa Óskarsdóttir var sæmd titlinum Efnilegsti Íþróttamaður HSS 2012.  Umf. Geislinn hlaut svonefndann UMFÍ-bikar fyrir vel unnið starf á árinu en Geislinn stofnaði m.a. taekvondódeild á haustdögum.   Umf. Harpa tilkynnti úrsögn úr HSS á þinginu.  Ástæða úrsagnarinnar er sú staðreynd að Bæjarhreppur í Hrútafirði, félagssvæði Umf. Hörpu, hefur sameinast Húnaþingi vestra.  Félagið hyggst því flytja sig um set, yfir í Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga.  

Myndin sýnir Gunnlaug sæma Aðalbjörgu Silfurmerki ÍSÍ.