Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Smáþjóðaleikar 2015 á Íslandi kynntir

22.05.201316. Smáþjóðaleikarnir fara fram í Reykjavík dagana 1. til 6. júní 2015.  Smáþjóðaleikar voru fyrst haldnir í San Marinó árið 1985 og hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi en það var árið 1997.  Alls taka 9 þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Luxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marino, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland.


Skipulagsnefnd leikanna var sett á laggirnar í upphafi þessa árs en hana skipa:
Helga Steinunn Guðmundsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, formaður skipulagsnefndar
Gunnar Bragason, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ
Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ
Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur íþróttamála í Menntamálaráðuneytinu
Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar
Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar
Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttasviðs Reykjavíkurborgar
Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur
Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur
Óskar Örn Guðbrandsson, verkefnastjóri Smáþjóðaleika 2015

Í fyrsta skipti verður keppt í golfi á Smáþjóðaleikum en alls verður keppt í 10 greinum á leikunum.
Áhaldafimleikar
Blak/Strandblak
Borðtennis
Frjálsíþróttir
Golf
Júdó
Körfuknattleikur
Skotíþróttir
Sund
Tennis

Laugardalurinn í hjarta Reykjavíkur verður aðal vettvangur leikanna þar sem allar ofantaldar greinar nema tennis, golf og skotfimi verða í mannvirkjum í dalnum.  Segja má að með öllum þeim glæsilegu mannvirkjum sem þar eru til staðar hafi leikarnir á Íslandi ákveðna sérstöðu þar sem hvergi meðal þátttökuþjóðanna er mögulegt að keppa í eins mörgum greinum á eins litlu svæði.

Merki leikanna er hannað af Loga Kristjánssyni fyrrverandi sundmanni en Logi keppti á sínum ferli á þremur Smáþjóðaleikum og einum Ólympíuleikum.

Myndir með frétt