Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

03.02.2021 - 16.02.2021

Lífshlaupið 2021

Lífshlaupið 2021 verður ræst þann 3. febrúar...
21

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana 2015

29.05.2013Ísland verður gestgjafi Smáþjóðaleikanna árið 2015. 
Undirbúningur fyrir þá leika er þegar hafinn og á leikunum sem nú standa yfir í Luxemborg eru aðilar á vegum ÍSÍ til að taka út og skoða stærstu þættina í undirbúningi slíkra leika. Í gær fór hópurinn í skoðunarferð um öll mannvirki leikanna ásamt því að skoða matsalinn þar sem allir þátttakendur ásamt sjálfboðaliðum snæða hádegis- og kvöldmat á meðan á leikunum stendur.  Í dag hefur svo verið fundað með skipuleggjendum leikanna í Luxemborg og yfirmönnum einstakra málaflokka.  Á meðfylgjandi mynd er hópurinn, ásamt Friðriki Einarssyni aðalfararstjóra, Karitas Gunnarsdóttur skrifstofustjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Evu Einarsdóttur borgarfulltrúa og formanni ÍTR, staddur á keppnissvæði strandblaksins.