Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Íslandsmet, mótsmet og óvænt verðlaun á þriðja keppnisdegi

30.05.2013

Það var fjölbreytt dagskrá á þriðja keppnisdegi og í mörg horn að líta fyrir fararstjórn og fjölmiðlamenn til að komast yfir allt sem var í gangi. Stelpurnar í borðtennis spiluðu í tvíliðaleik og töpuðu báðum sínum leikjum. Strandblakslið kvenna lauk sínum síðasta leik á leikunum með því að tapa fyrir Andorra. Karlaliðið í blaki spilaði við Kýpur sem er með eitt sterkasta liðið í keppninni og tapaði 3 - 0. Í næsta sal spilaði Ísland á móti Andorra í körfuknattleik karla. Þar höfðum við nauman sigur í blálokin 72-67 í spennandi leik.

Í úrslitahluta sundsins kræktum við í fjögur gull, fjögur silfur og eitt brons, ásamt einu Íslandsmeti, einu landsmeti og einu mótsmeti. Í 200m skriðsundi kvenna setti Eygló Ósk Gústafsdóttir glæsilegt nýtt Íslandsmet og hreppti gull í leiðinni. Hún synti á 2:02,44 en gamla metið átti hún sjálf frá því í fyrra – 2:03.08. Frekari upplýsingar um sundið má sjá hér.

Frjálsíþróttaliðið átti góðan dag og náði í 8 verðlaun. Aníta Hinriksdóttir hóf daginn á því að vinna gull í 400 metra hlaupi og vann það nokkuð örugglega. Fjóla Signý Hannesdóttir nældi sér í tvenn verðlaun silfur og brons. Nánari fréttir keppni dagsins í frjálsum má nálgast hér.

Í júdó náðum við í bronsverðlaun í liðakeppni karla, en nákvæmari fréttir af þeim glímum má finna á heimasíðunni www.judo.is

Síðast en ekki síst unnum við óvænt verðlaun í liðakeppni í götuhjólreiðum karla. Liðið náði í brons verðlaun og það eru fyrstu verðlaun hjólreiðaliðsins á Smáþjóðaleikunum.

Þökkum við öllum þátttakendum Íslands fyrir skemmtilegan dag og verðlaunahöfum óskum við innilega til hamingju.