Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Ólafs minnst í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal

20.06.2013

Haldin var stutt samverustund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fyrir hádegi í dag vegna skyndilegs fráfalls Ólafs E. Rafnssonar, forseta ÍSÍ. 

Séra Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur fjölskyldu Ólafs, leiddi samverustundina ásamt Lárusi Blöndal varaforseta ÍSÍ.  Missir íþróttahreyfingarinnar við fráfall Ólafs er mikill en hugur allra á þessari stundu er þó hjá eiginkonu og börnum Ólafs, sem og öðrum aðstandendum sem eiga um sárt að binda.   Mikill samhugur ríkti á samverustundinni. Séra Sigríður Kristín fór með minningarorð og var Ólafs minnst með mínútuþögn. 

ÍSÍ hefur borist fjöldi bréfa og skeyta með samúðarkveðjum frá samstarfsfélögum Ólafs innanlands og utan.