Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Fyrirlestur með Ólafi Stefánssyni - fimmtudaginn 27. júní kl:18:00

26.06.2013

Í tengslum við ólympíuvikuna sem nú stendur yfir ætla samtök íslenskra ólympíufara að bjóða uppá fyrirlestur með Ólafi Stefánssyni í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl:18:00. fimmtudaginn 27. júní. Erindið verður haldið í fundarsal E á þriðjuhæð.

Ólafur ætlar að ræða um þau umskipti að hætta keppni sem íþróttamaður og hvernig hann nálgaðist þá ákvörðun. Einnig ætlar hann að koma inn á hvernig íþróttir hafa mótað hann eftir því sem liðið hefur á ferilinn.  Eins og honum einum er lagið þá mun hann án efa blanda þessu saman með sínum heimspekilegu vangaveltum og hugmyndum um framtíðina í íþróttum á Íslandi.

Áhugasamir geta skráð sig á skraning@isi.is