Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Úrslit liggja fyrir í Þrekraunum 2013

11.12.2013Þrekraunir er norræn íþróttakeppni fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í grunnskóla. Keppnin er á milli bekkja og er það heildarárangur allra nemenda í hverjum bekk sem telur. Mikil aukning var í heildarþátttöku frá því í fyrra, en alls tóku 115 skólar (voru 46 árið 2012) og 190 bekkir (111 árið 2012) þátt í ár. 

Í fyrra varð Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar hlutskarpastur í keppninni en í ár kom það í hlut 8.bekkjar úr skóla í Finnlandi og hlaut bekkurinn um 150.000 krónur í verðlaun. Það var svo skóli í Ósló sem sigraði í keppni 7.bekkja. Einnig voru veitt önnur verðlaun í keppnum beggja aldurshópa.

Að auki voru fimm bekkir dregnir út úr hópnum og fengu hver um sig um 40.000 krónur í útdráttarverðlaun. Einn íslenskur bekkur datt í lukkupottinn og var það 7.ÖM úr Hofsstaðaskóla.

Það eru íþróttakennarar hvers skóla sem sjá um framkvæmd Þrekrauna í hverjum bekk.