Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Nelson Mandela minnst af Ólympíuhreyfingunni

13.12.2013Dr. Thomas Bach, nýkjörinn forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur farið þess á leit við allar ólympíunefndir að heiðra minningu friðarleiðtogans Nelson Mandela með því að draga fána í hálfa stöng 15. desember nk.  Þann dag verður Mandela lagður til hinstu hvílu. Með því vill ólympíuhreyfingin sýna samstöðu um þau mál og þau gildi sem Mandela barðist fyrir.
Nelson Mandela sýndi starfi ólympíuhreyfingarinnar ávallt mikinn stuðning og taldi hann íþróttir eina helstu vörnina í baráttunni gegn kynþáttahatri, geta stuðlað að því að brjóta niður hindranir og brúað bil kynslóða, ólíkra þjóða og ólíkrar menningar. 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun verða við ósk Alþjóðaólympíunefndarinnar og minnast þessa mikla leiðtoga með því að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng fyrir utan höfuðstöðvarnar í Laugardalnum þann 15. desember.