Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2012

16.12.2013

Iðkendatölur ársins 2012 eru nú komnar út.  Fjöldi iðkana jókst á milli áranna 2011 og 2012 eða um 1,2% en samtals voru 119.810 iðkanir innan ÍSÍ árið 2011. 47% iðkana voru stundaðar af 15 ára og yngri. 60,9% iðkana voru stundaðar af körlum og um 39,1% af konum. Þegar kynjamunur í yngri hóp er skoðaður er munurinn minni, um 45% hjá stúlkum á móti 55% hjá drengjum. Þátttaka í knattspyrnu var mest með 19.672 iðkendur, þá kemur golf með 17.129 iðkendur og hestaíþróttir með 10.783 iðkendur. Mesta hlutfallslega aukningin var í lyftingum en þar fór fjöldi iðkenda úr 293 á árinu 2011 í 459 iðkendur á árinu 2012.

Að baki iðkanafjölda eru tæplega 86.000 einstaklingar sem jafngildir því að tæp 27% þjóðarinnar stundi íþróttir með íþróttafélagi innan ÍSÍ og er það nánast óbreytt hlutfall frá árinu 2011.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um iðkendatölur ársins 2012 með því að smella hér. Einnig má finna upplýsingar um iðkendur eftir íþróttahéruðum með því að smella hér.