Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Björn Daníel og Hrafnhildur íþróttafólk Hafnarfjarðar 2013

06.01.2014

Þann 30. desember sl. fór fram viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar.  Tuttugu og tveir einstaklingar voru tilnefndir til kjörs á Íþróttakonu og Íþróttakonu Hafnarfjarðar 2013.  Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hreppti titilinn Íþróttakona Hafnarfjarðar 2013 og Björn Daníel Sverrisson knattspyrnumaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar hlaut titilinn Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2013.  Hrafnhildur var mjög sigursæl á árinu og er m.a. Íslandsmethafi í 50m, 100m og 200m bringusundi í 50m og 25m laug.  Björn Daníel átti frábært tímabil með meistaraflokki karla í knattspyrnu og var valinn besti leikmaður ársins 2013 af leikmönnum Pepsideildarinnar.  Hann var einnig valinn besti leikmaður ársins hjá knattspyrnudeild FH.

Á viðurkenningarhátíðinni var ÍSÍ bikarinn afhentur Íþróttafélaginu Firði en bikarinn er árlega veittur því félagi innan ÍBH sem skilar framúr í uppbyggingu félags- og íþróttastarfs og fyrir góðan árangur.  Íþróttafélagið Fjörður er Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og á árinu 2013 fjölgaði bæði iðkendum og íþróttagreinum félagsins.  Félagið eignaðist tvo Norðurlandameistara á árinu og átti tvo af fjórum sundmönnum sem tóku þátt í HM fatlaðra í sundi í sumar.  Bikarlið félagsins vann í vor bikarmeistaratitil ÍF sjötta árið í röð.

Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á viðurkenningarhátíðinni og aðstoðaði Hrafnkel Marinósson við afhendingu ÍSÍ bikarsins.  Myndin var tekin við það tækifæri.

Við þetta tækifæri var undirritaður nýr samningur á milli ÍBH, Rio Tinto Alcan og Hafnarfjarðarbæjar til næstu þriggja ára um íþróttastarfið 16 ára og yngri. Stuðningurinn nemur 18 milljónum króna á ári.