Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir

16.01.2014

Það verður líf og fjör dagana 17.-26. janúar hér í borginni þegar Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í sjöunda sinn.  Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík, standa að leikunum. Keppt verður í 20 íþróttagreinum á leikunum í ár og verður nú í fyrsta sinn keppt í skíðaíþróttum til viðbótar við þær 19 íþróttagreinar sem keppt var í á leikunum í fyrra.  Á fimmta hundrað erlendra gesta koma til leikanna í ár til viðbótar við 2000 íslenska þátttakendur. Opnunarhátíð leikanna fer fram í Bláfjöllum kl. 16:00 á morgun, föstudaginn 17. janúar.  Á heimasíðu leikanna, www.rig.is er að finna dagskrá leikanna og upplýsingar um þær íþróttagreinar sem keppt er í, ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum.