Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Sigurjón Pétursson endurkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins

23.01.2014

Kraftlyftingasambands Íslands hélt sitt 4. ársþing laugardaginn 18. janúar síðastliðinn.

Sigurjón Pétursson var endurkjörinn formaður sambandsins til eins árs. Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörnir Kári Rafn Karlsson, Gry Ek Gunnarsson, Sturla Ólafsson og Ása Ólafsdóttir.

Varamenn til eins árs voru kjörnir Sigfús Fossdal, Óskar Ingi Víglundsson og Einar Már Ríkarðsson.  Sigríður Jónsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Mikil gróska er í kraftlyftingaíþróttinni sem hefur náð umtalsverðri útbreiðslu á landsvísu undanfarin ár.