Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Vetrarólympíuleikar – Sochi 2014

01.02.2014Nú styttist í að XXII Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Sochi í Rússlandi, en þeir verða settir þann 7. febrúar nk. Andri Stefánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins, er kominn til Sochi og byrjaður að undirbúa vistarverur íslenska hópsins.  

Á leikunum í Sochi eru þrjú Ólympíuþorp.  Eitt þorp er við Svartahafið, þar sem keppendur í ísgreinum munu búa.  Er það staðsett við hlið Ólympíusvæðisins og nærri alþjóðaflugvellinum.  Um eina klukkustund tekur svo að keyra í hin þorpin tvö, en þau eru staðsett í fjöllunum.  Íslendingar munu dvelja í þeim báðum, þ.e. skíðaganga í einu þorpi og alpagreinar í öðru, og eru þau bæði staðsett nærri keppnissvæðinu í viðkomandi greinum.

Síðustu daga hefur verið töluvert um rigningu í Sochi, og í fjöllunum hefur verið snjókoma og töluverð þoka.  Í dag má hins vegar segja að sólin hafi látið sjá sig, og er umhverfið glæsilegt, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem er frá Ólympíuþorpinu þar sem alpagreinar munu dvelja.

Myndir með frétt