Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Helga María í 29. sæti í risasvigi

15.02.2014

Helga María Vilhjálmsdóttir keppti í risasvigi í morgun á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Helga María, sem einungis er 18 ára gömul, skíðaði af öryggi niður brautina og hafnaði í 29. sæti af 50 keppendum. Veðrið lék við keppendur og aðstæður voru allar hinar bestu en brautin reyndist mörgum erfið.  Margir keppenda féllu úr leik og virtust misreikna færið og brautina.  Tími Helgu var 1:33,42 mínútur og var hún 7,90 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Önnu Fenninger frá Austurríki. Aðeins munaði 0,35 sekúndum á Helgu og þeirri sem var næst á undan henni
Helga María á eftir tvær keppnisgreinar á leikunum, svig og stórsvig, sem er hennar besta grein.