Keppni í svigi karla í Sochi hefst kl. 12:45
22.02.2014
Keppni í svigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sochi hefst kl. 12:45 í dag. Þar keppa þeir Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson. Einar Kristinn verður með rásnúmer 58 en Brynjar Jökull með rásnúmerið 72.
Alls eru 117 keppendur skráðir til leiks.