Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Ársþing Siglingasambands Íslands

25.02.2014

41. Siglingaþing Siglingasambands Íslands (SÍL) var haldið laugardaginn 22. febrúar síðastliðinn.  Mæting var heldur dræm en þingið gekk vel fyrir sig undir stjórn Gísla Gíslasonar þingforseta. Úlfur Hróbjartsson var endurskjörinn formaður sambandsins. Sambandið hefur verið að ganga á eigið fé undanfarin ár en reksturinn gekk þó betur síðastliðið ár en árið þar á undan og kemur þar helst til endurskipulagning á skrifstofu sambandsins.   Siglingasambandið leggur mikla áherslu á að sveitarfélög landsins komi með myndarlegum hætti að stuðningi við aðildarfélög sín viðsvegar á landinu og á þinginu var samþykkt eftirfarandi ályktun:

„41. Siglingaþing skorar á sveitastjórnir og bæjarfélög að styðja við bakið á eingreinarfélögum með föstu stöðugildi allt árið um kring.”

Frekari fréttir af þinginu og skýrslu stjórnar er að finna á heimasíðu SÍL, www.silsport.is.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.