Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Bjarnveig Ingvadóttir nýr formaður UMSE

17.03.2014Fimmtudaginn 13. mars fór 93. ársþing UMSE fram að Rimum í Svarfaðardal, í umsjón Umf. Þorsteins Svörfuðar. Vel var mætt á þingið en fulltrúar frá aðildarfélögum, stjórn, gestir og starfsmenn þingsins töldu samtals 44. Þess má geta að fulltrúar frá 11 af 13 aðildarfélögum voru á þinginu, auk fulltrúa stjórnar og var mætingin 80% af mögulegum heildarfjölda fulltrúa sem telst mikil aukning frá fyrri árum. Þingið gekk vel fyrir sig og voru umræður bæði líflegar og málefnalegar. Alls voru 16 tillögur samþykktar, sem munu eiga þátt í að móta starf UMSE næsta árið.
Óskar Þór Vilhjálmsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Einnig lét Kristlaug María Valdimarsdóttir af störfum sem ritari sambandsins. Nýr formaður UMSE var kjörin Bjarnveig Ingvadóttir frá Umf. Svarfdælum, en hún snýr nú aftur til starfa innan íþróttahreyfingarinnar eftir nokkurra ár hlé. Ritari var kjörin Sigrún Finnsdóttir og Þorgerður Guðmundsdóttir var endurkjörin sem meðstjórnandi. Í varastjórn, voru endurkjörin Guðrún Sigurðardóttir og Sigurður Eiríksson. Svanbjört Brynja Bjarkadóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í varastjórn og var í hennar stað kjörinn Gunnar Ingi Ómarsson. Aðrir í stjórn UMSE eru Edda Kamilla Örnólfsdóttir, varaformaður og Einar Hafliðason, gjaldkeri.
Á þinginu var að venju veittur Félagsmálabikar UMSE. Bikarinn er veittur af stjórn til þess félags sem talið er hafa staðið sig hvað best bæði varðandi íþróttastarf og almennt félagsstarf. Að þessu sinni hlaut Umf. Smárinn bikarinn og tók formaður félagsins, Jónína Garðarsdóttir, við viðurkenningunni
Þinggerðin verður aðgengilega á vefsíðu sambandsins, www.umse.is, innan skamms.