Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs

27.05.2014ÍSÍ býður upp á sumarfjarnám á öllum þremur stigum þjálfaramenntunar ÍSÍ og hefst nám allra stiga 23. júní næstkomandi.  Skráning er á namskeid@isi.is og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 20. júní næstkomandi.  Námið er almennur hluti í þekkingu íþróttaþjálfara og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Sérgreinaþátt námsins taka þjálfarar hjá viðkomandi sérsamböndum.

Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur.  Þátttökugjald er kr. 25.000.- á 1. stig og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin í gjaldinu og send á heimilisföng þátttakenda.  Inntökuskilyrði á 1. stig er grunnskólapróf og 16 ára aldur.  

Þátttökugjöld á 2. og 3. stig er kr. 18.000.- á hvort stig.  Inntökuskilyrði á 2. stig er 18 ára aldur, 6 mánaða starfsreynsla við þjálfun og gilt skyndihjálparnámskeið.  Inntökuskilyrði á 3. stig er 20 ára aldur, 12 mánaða starfsreynsla við þjálfun og gilt skyndihjálparnámskeið.

Þjálfaramenntun ÍSÍ hefur verið afar vinsæl undanfarin ár enda hefur verið aukinn þrýstingur í samfélaginu um fagleg og vönduð vinnubrögð og jafnframt réttindi við íþróttaþjálfun.  Það samræmist vel stefnu íþróttahreyfingarinnar.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri í síma 460-1467 & 863-1399 og/eða á vidar@isi.is