Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Evrópuleikar Baku 2015

12.06.2014

Fyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku, höfuðborg Azerbaijan, 12. - 28. júní 2015. Í dag er eitt ár í að leikarnir verði settir og var því fagnað á miðnætti síðustu nótt með flugeldasýningu og hátíðarhöldum við ströndina í Baku. 

Þessa vikuna hefur fundur fararstjóra átt sér stað í Baku og sækja hann fulltrúar allra Ólympíunefnda Evrópu. Fulltrúar ÍSÍ á fundinum eru þeir Andri Stefánsson og Örvar Ólafsson, starfsmenn Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Á fundinum er farið yfir öll helstu atriði sem snúa að framkvæmd þessara fyrstu Evrópuleika, en á þeim verður keppti í 19 íþróttagreinum og í allt 27 keppnisgreinum. Íþróttafólk getur tryggt sig inn á Ólympíuleikana í Ríó í níu keppnisgreinum; bogfimi, frjálsíþróttum, strandblaki, hjólreiðum, skotfimi, sundi, borðtennis, taekwondo og þríþraut. 

Reiknað er með um 6.000 keppendum á þessa leika og má búast við að Ísland eigi keppendur í fjölmörgum greinum. Nú þegar hefur verið staðfestur fjöldi keppenda í áhaldafimleikum og mun Ísland eiga þar þrjá keppendur í kvennaflokki og einn í karlaflokki. Í frjálsíþróttum verður keppt í Evrópubikarkeppni þriðju deildar, en Ísland hefur undanfarin ár átt lið í þeirri keppni. Næstu mánuðir munu skera úr um hvaða aðrar íþróttagreinar verða með íslenskri þátttöku, en úrtökumót og alþjóðlegir stigalistar ráða þar mestu. 

Heimasíða leikanna er: www.baku2015.com 

#Baku2015 #1yeartoBaku


Myndir með frétt