Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Ertu góð vítaskytta?

26.06.2014

Í tilefni af Ólympíudeginum býður Knattspyrnusamband Íslands félögum að koma og hitta landsliðsmarkmennina Gunnleif Gunnleifsson, Söndru Sigurðardóttur og Ögmund Kristinsson. Viðburðurinn verður á gervigrasvellinum í Laugardal mánudaginn 30. júní á milli kl. 10.00-11.30. Hægt verður að spreyta sig í vítaspyrnu gegn markmönnunum, fá myndir af sér með þeim og árituð landsliðsveggspjöld með þessum góðu fyrirmyndum. Allir sem koma verða leystir út með litlum gjöfum, veggspjöldum, KSÍ fánum og nælum.

Gott væri að boða komu sína með því að senda póst á dagur@ksi.is svo hægt sé að áætla fjölda.

ÍSÍ hvetur alla til þess að mæta og eiga góða stund með íþróttafólkinu.