Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.08.2020 - 23.08.2020

Ársþing KLÍ 2020

Ársþing Keilusambands Íslands verður haldið í...
26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
5

Heimskort breska Ólympíuliðsins

24.07.2014Nú getur hver sem er upplifað Ólympíusögu Breta og ferðast um heiminn á heimskorti á heimasíðu Pinterest. Ólympíusaga Breta nær yfir alla leika frá 1896, frá fyrsta gullverðlaunahafa Breta á Ólympíuleikunum í Aþenu 1896, lyftingamanninum Launceston Elliot, til silfurverðlaunahafa Breta á Ólympíuleikunum í Sochi 2014, krulluliðinu. Á kortinu má einnig sjá verðlaunaárangur Breta, merki Ólympíuleika og aðrar merkar minningar í sögu breska liðsins.  

Kortið er nýjasta útspil breska Ólympíusambandsins, sem reynir að ná til nýrra aðdáenda og áhorfenda með öllum samfélagsmiðlum í tengslum við Ólympíuleikana í Ríó 2016. Kortinu er ætlað að líkjast úrklippubók fyrir breska liðið, þar sem hægt er að deila hlutum sem hvetja, upplýsa og skemmta öðrum. Aðalmarkmið breska Ólympíusambandsins með sínu nýjasta útspili og regulegum uppfærslum á samfélagsmiðlum er að halda áhuga fólks á breska liðinu tólf mánuði á ári, en ekki einungis á tveggja ára fresti þegar að það eru Ólympíuleikar.

Hægt er að skoða Pinterest síðu breska liðsins á slóðinni http://www.pinterest.com/teamgb/team-gbs-olympic-history/

 

 

Myndir með frétt