Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Setning Göngum í skólann í Laugarnesskóla 10. september

09.09.2014Göngum í skólann verður sett í Laugarnesskóla miðvikudaginn 10. september kl. 9:05. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla býður gesti velkomna og nemendur skólans munu syngja. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri flytja stutt ávörp. Óvæntur gestur frá Latabæ kemur og verður með léttar æfingar. Verkefnið verður sett með viðeigandi hætti þegar nemendur, starfsfólk og aðrir gestir fara af stað í stuttan göngutúr.

Í ár tekur Ísland þátt í áttunda skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann og fer skráning skóla mjög vel af stað. Enn geta skólar skráð sig til leiks með því að senda pósta á sigridur@isi.is. Ekkert kostar að skrá sig. 

Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og aðstandendur til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur umsjón með verkefninu en aðrir samstarfsaðilar eru: Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Sigríður Inga Viggósdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ með tölvupósti sigridur@isi.is eða í s. 868-8018. Heimasíða verkefnisins er  www.gongumiskolann.is.