Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

ÍSÍ á Djúpavogi

13.09.2014

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og föruneyti héldu ferð sinni um landið áfram í dag. Heimsóttu þau fyrst Djúpavog þar sem Andrés Skúlason oddviti og forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar og Jóhanna Reykjalín framkvæmdastjóri Umf. Neista gáfu greinargóða skýrslu um íþróttastarfið á Djúpavogi og leiddu skoðun um íþróttamannvirkin á staðnum.  Eru þau hér á meðfylgjandi mynd ásamt forseta og framkvæmdastjóra ÍSÍ og Viðari Sigurjónssyni skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri. Á Djúpavogi er blómlegt íþróttalíf undir starfsemi Umf. Neista en félagið fagnaði 95 ára afmælis sínu um síðastliðna helgi.