Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann

22.09.2014Verðlaunaafhending Hjólum í skólann fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, í dag mánudaginn 22. september kl. 12:10, E-sal 3. hæð. Veittar verða viðurkenningar fyrir flesta þátttökudaga til þriggja efstu skólanna í hverjum stærðarflokki. Öllum liðsstjórum er boðið að taka með sér 4-5 liðsmenn. Skráning er á netfangið hronn@isi.is. Úrslitin má sjá hér. 

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna. 

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embætti landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. 

Nánari upplýsingar um Hjólum í skólann er að finna á www.hjolumiskolann.is og eins veitir Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, allar nánari upplýsingar í síma 514-4000/868-8018 eða á netfangið sigridur@isi.is