Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
16

Íþróttabandalag Suðurnesja heimsótt

27.10.2014

Fimmtudaginn 23. október var Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ á ferðinni á Suðurnesjum. Með honum voru Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti, Sigríður Jónsdóttir ritari, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Birgir Sverrisson verkefnastjóri.  Fyrst voru sveitarfélög á svæði Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS) skoðuð.

Í Grindavík tók bæjarstjóri Grindavíkur, Róbert Ragnarsson, á móti hópnum ásamt Þorsteini Gunnarssyni sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og Gunnlaugi Hreinssyni formanni Umf. Grindavíkur.  Skoðuð var sú uppbygging sem á sér stað við íþróttamiðstöðina og vallarsvæði Grindvíkinga.  Hópurinn skoðaði svo knattspyrnuvellina, knatthúsið og íþróttahúsið áður en haldið var til Sandgerðis.

Í Sandgerði tóku Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar, Sigurður Hilmar Guðjónsson frístunda- og forvarnarfulltrúi, Árni Sigurpálsson stjórnarmaður aðalstjórnar Reynis, Ari Gylfason formaður knattspyrnudeildar Reynis og Marinó Oddur Bjarnason úr stjórn knattspyrnudeildar félagsins á móti hópnum í Reynisheimilinu. Þar var rætt vítt um málefni íþrótta og þeginn kaffisopi áður en haldið var yfir í íþróttamiðstöð bæjarins þar sem litið var inn í íþróttasalinn og sundlaug.

Í Garðinum tók Jón Ragnar Ástþórsson formaður Knattspyrnufélagsins Víðis á móti hópnum í Víðisheimilinu og sýndi aðstöðu félagsins.  Þaðan var haldið í íþróttamiðstöð bæjarins þar sem skoðaður var íþróttasalur, sundlaug og uppbygging nýrrar aðstöðu fyrir líkamsrækt.  

Þess má geta að Jón Hjálmarsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvanna í Sandgerði og Garði liðsinnti hópnum á báðum stöðum.

Glæsileg íþróttamannvirki eru á svæði ÍS og ánægjulegt að sjá hversu góð aðstaða þar er til íþróttaiðkunar.

Myndir með frétt