Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Öflugt íþróttalíf í Reykjanesbæ

27.10.2014

Ferð Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ um Suðurnesin fimmtudaginn 23. október sl. lauk í Reykjanesbæ með mannvirkjaskoðun og fundi með fulltrúum Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) og Íþróttabandalags Suðurnesja í húsnæði Íþróttaakademíunnar.

Í Reykjanesbæ fylgdu þau Bjarney Snævarsdóttir, ritari Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags, og Garðar H. Gunnarsson, úr Akstursíþróttafélagi Suðurnesja, forseta ÍSÍ og föruneyti um Vatnsleikjagarðinn Vatnaveröld í Reykjanesbæ og Íþróttahús Keflavíkur og því næst var haldið í Íþróttaakademíuna þar sem Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar flutti kynningu um viðamikla starfsemi íþrótta og tómstunda í bænum.  Að því loknu var aðstaða fimleikadeildar Keflavíkur í Íþróttaakademíunni skoðuð og síðan gengið yfir í Reykjaneshöllina, sem beinlínis iðaði af íþróttalífi.

Um kvöldið var fundað sem fyrr segir með fulltrúum ÍRB og ÍS um það helsta sem brennur á íþróttahreyfingunni á Suðurnesjum.

Myndir með frétt