Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Sheikh Ahmad Al-Fahad Al-Sabah endurkjörinn forseti ANOC

13.11.2014Nítjánda ársþing Alheimssamtaka ólympíunefnda (ANOC) var haldið í Bangkok 6.-8. nóvember sl.  Þingið var afar fjölmennt en um 1.000 fulltrúar 203 Ólympíunefnda og fjölda íþróttasamtaka sóttu þingið. 
Samþykktur var fjöldi ályktana og einróma stuðningur fékkst við 2020 Aðgerðaráætlunina (Olympic Agenda 2020) sem Thomas Bach forseti Alþjóðaólympiunefndarinnar hefur unnið að frá því að hann tók við embætti. Þessi áætlun er mjög svo stefnumarkandi fyrir íþróttahreyfinguna á heimsvísu.  Aðgerðaráætlunin tekur til 40 tillagna sem stuðla að framþróun ólympíuhreyfingarinnar. 

Nokkrar breytingar voru samþykktar á lögum ANOC, þar á meðal að nú er hverju álfusambandi skylt að kjósa að minnsta kosti eina konu til að sitja í framkvæmdaráði ANOC en hver álfa á fimm fulltrúa í stjórn ANOC. Nýtt merki ANOC var samþykkt.  Samþykkt var að hafa einn fulltrúa ungmennaráðs ANOC í stjórn ANOC að tryggja að unga fólkið hafi geti haft áhrif á ákvarðanatökur. Ákveðið var að ANOC myndi standa fyrir fyrstu World Beach Games árið 2017.  
Haldin var vegleg uppskeruhátíð þar sem fram fór í fyrsta skipti verðlaunaafhending til íþróttafólks, liða og landa sem tóku þátt í síðustu tveimur Ólympíuleikum þ.e. Ólympíuleikunum í London og Vetrarleikunum í Sochi. Athöfninni var sjónvarpað víða um heim og náði til um 350 milljón heimila. Þótti athöfnin takast vel til og var ákveðið að þessi viðburður yrði haldinn eftir hverja Ólympíuleika. 

Þingið fagnaði því að Sameinuðu þjóðirnar hafa nú formlega viðurkennt sjálfstæði Alþjóðaólympíunefndina og íþróttir þar með. 
Sheikh Ahmad Al-Fahad Al-Sabah var endurkjörinn sem  forseti ANOC til næstu fjögurra ára.  Patrick Hickey var einnig endurkjörinn sem varaforseti ANOC. 
Á dagskránni voru einnig fjöldi kynninga um einstaka ólympíska viðburði sem og skýrslur vinnuhópa ANOC.
Á næsta ári verður árþingið haldið í Washington í Bandaríkjunum en það hefur ekki verið haldið þar í landi síðan 1994.

Forseti og framkvæmdastjóri ÍSÍ sátu þingið fyrir hönd ÍSÍ.