Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

Fjölmiðlamál íþróttahreyfingarinnar

04.12.2014Í dag fór fram hádegisfundur um fjölmiðlamál íþróttahreyfingarinnar og var fundurinn mjög vel sóttur. Umfjöllunarefnið var fjölmiðlafulltrúi, fjölmiðlatengsl og markvisst kynningarstarf. Ómar Smárason leyfis- og markaðsstjóri KSÍ sagði frá því hvernig Knattspyrnusambandið hefur markvisst unnið að því að skapa jákvæð tengsl við fjölmiðla, býr til umhverfi fyrir blaðamenn t.d. með opnum æfingum og útvegar þeim aðstöðu sem þeir eru sáttir við. Þá ræddi hann um mikilvægi þess að nýta samskiptamiðlana til að koma fréttum á framfæri.

Viðar Garðarsson hljóp í skarðið fyrir Eggert Skúlason og talaði um hvað fréttatilkynning þyrfti að innihalda og mikilvægi þess að félög, sérsambönd eða héruð létu fjölmiðlum í té upplýsingar og myndir til að auðvelda þeim skrifin. Frumkvæði þyrfti í meira mæli að koma frá íþróttahreyfingunni sjálfri. 

Til stóð að senda þennan hádegisfund út á netið eins og vaninn er orðin en því miður var tæknin að stríða okkur og ekkert varð af útsendingunni. Þess má geta að sífellt fleiri nýta sér þann möguleika að hlusta á fyrirlesturinn á netinu og þykir okkur þetta því miður.  

Hér má finna glærurnar frá fyrirlestrinum.  

KSÍ - Fjölmiðlamál - ÍSÍ des 2014.pdf

VG_fyrirlestur um samskipti.pdf

Myndir með frétt