Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.03.2024 - 02.03.2024

Ársþing HRÍ 2024

Ársþing Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) verður...
2

Undirritun samstarfssamnings við Morgunblaðið og Beiersdorf

05.12.2014

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 26. sinn laugardaginn 13. júní 2015. Undirbúningur fyrir hlaupið er kominn á fullt og á dögunum var undirritaður samstarfssamningur við Beiersdorf til tveggja ára vegna aðkomu þeirra að Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ.


Beiersdorf hefur verið samstarfsaðili Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ frá árinu 2011 og er Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ afar ánægð með þetta áframhaldandi samstarf.

Samstarfssamningurinn felur í sér að merki NIVEA verður á annarri ermi Kvennahlaupsbolsins sem og á völdu kynningarefni í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Beiersdorf mun gefa þátttakendum í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ glaðning að hlaupi loknu og mun einnig færa öllum framkvæmdaaðilum Kvennahlaupsins á Íslandi veglega jólagjöf.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ólaf Gylfason fyrir hönd Beiersdorf og Sigríði Ingu Viggósdóttir fyrir hönd ÍSÍ eftir undirritun samningsins.

Einnig hefur ÍSÍ undirritað samstarfssamning við Morgunblaðið vegna aðkomu þeirra að Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ. Samstarfssamningurinn felur í sér líkt og áður að merki Morgunblaðsins verður á annarri ermi Kvennahlaupsbolsins sem og á völdu kynningarefni í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Morgunblaðið hefur verið samstarfsaðili Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ undanfarin ár eins og Beiersdorf.