Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Verðlaun afhent í netratleik Forvarnardagsins

08.12.2014Þó að talsvert sé liðið frá Forvarnardegi forseta Íslands þá voru afhent verðlaun í netratleik verkefnisins síðast liðinn föstudag. Verðlaunaafhendingin fór fram á Bessastöðum og urðu þrjú ungmenni hlutskörpust í leiknum og fengu spjaldtölvu í verðlaun ásamt viðurkenningarskjali frá forsetaembættinu.

Vinningshafar voru þau Ásdís Ægisdóttir úr Hörðuvallaskóla í Kópavogi, Bragi Þór Eggertsson úr Hlíðaskóla í Reykjavík og Leó Snær Róbertsson úr Vallaskóla á Selfossi. Öll stunda þau nám í 9.bekk.

Að Forvarnardeginum standa forseti Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, UMFÍ, Skátarnir, HÍ og HR ásamt ÍSÍ. Stuðningsaðili verkefnisins er lyfjafyrirtækið Actavis. Fulltrúar þessara stofnanna og félagasamtaka mættu á Bessastaði ásamt verðlaunahöfum og fjölskyldum þeirra. Eftir verðlaunaafhendingu var boðið upp á kaffi og með því.