Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
24

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 heitir Blossi

21.02.2015Í dag eru 100 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni var lukkudýri Smáþjóðaleikanna gefið nafnið Blossi.ÍSÍ efndi til nafnasamkeppni í janúar um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015. Þátttökurétt áttu allir 4.—7. bekkir í grunnskólum landsins. Hver bekkur mátti skila einu nafni. Keppninni bárust 140 nöfn. Hugmyndaflug nemenda var mikið og rökstuðningurinn sem fylgdi nöfnunum mjög skemmtilegur. Fimm manna nefnd var skipuð til þess að vinna úr innsendum tillögum og velja nafn sem hentar lukkudýrinu.Nafn lukkudýrsins var tilkynnt í dag í tengslum við úrslitaleiki í bikarkeppni KKÍ í Laugardalshöll. Tveir bekkir, 6. bekkur Vesturbæjarskóla og 5.H.G. í Njarðvíkurskóla, sendu inn tillögu með sigurnafninu „Blossi“ og því varð að draga út vinningsskólann. Lukkudýrið sjálft dró út 5. bekk í Njarðvíkurskóla. Formaður skipulagsnefndar Smáþjóðaleika, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, tilkynnti hvaða skóli sigraði og vinningsnafnið Blossi, í hálfleik í úrslitum kvenna. Kristinn Þórarinsson sundmaður aðstoðaði við tilkynninguna. Haft verður samband við sigurvegara keppninnar á næstunni. Lukkudýrið Blossi mun heimsækja skólann við hentugt tækifæri og allir nemendur bekkjarins fá lítinn Blossa til eignar. Skólinn fær einnig í verðlaun tölvubúnað frá Advania að verðmæti 100.000 kr.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar nemendum og kennurum þeirra skóla sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna í nafnasamkeppni á lukkudýri Smáþjóðaleikanna.

Myndir með frétt