Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Geir endurkjörinn formaður KSÍ

25.02.2015

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram á Hótel Hilton Nordica laugardaginn 14. febrúar síðastliðinn.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en Geir fékk að þessu sinni mótframboð frá Jónasi Ými Jónassyni.  Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins að þessu sinni.

Nokkrar tillögur voru samþykktar á þinginu, m.a. tillaga um ferðaþátttökugjald félaga sem taka þátt í Íslandsmóti meistaraflokks. Þetta fyrirkomulag er talið stórt skref í átt að jöfnun ferðakostnaðar í knattspyrnuhreyfingunni. Nánari upplýsingar um þær samþykktir sem afgreiddar voru á þinginu má finna á heimasíðu KSÍ eða með því að smella hér.  Rekstur KSÍ gengur vel og var hagnaður sambandsins ríflega 160 m.króna.  

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ ávarpaði þingið en fleiri fulltrúar úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sóttu einnig þing þessa stærsta sérsambands ÍSÍ.