Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Bláa Lónið - nýr Gullsamstarfsaðili Smáþjóðaleika 2015

17.03.2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifaði í gær undir samstarfssamning við Bláa Lónið um stuðning vegna Smáþjóðaleikanna 2015.  Með samningi þessum er Bláa Lónið komið í hóp Gullsamstarfsaðila leikanna.

Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ skrifuðu undir samninginn ásamt Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins.  Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleikanna 2015 eru þar með orðnir tíu talsins en auk Bláa Lónsins eru það Advania, Askja, Bílaleiga Akureyrar Höldur, Eimskip, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vífilfell, Vodafone og ZO-ON. Stuðningur Gullsamstarfsaðila leikanna ásamt stuðningi Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytis gerir ÍSÍ kleift að halda þessa umfangsmiklu leika hér á landi.

Á myndinni eru fulltrúar ÍSÍ og Bláa Lónsins við undirritun samninga. Einnig fylgir mynd af Blossa, lukkudýri Smáþjóðaleikanna 2015, sem vakti mikla lukku meðal gesta í Bláa Lóninu þegar hann skellti sér ofan í lónið.

Myndir með frétt