Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2015

05.05.2015

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna í þrettánda sinn dagana 6. - 26. maí. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Landsmenn hafa tekið Hjólað í vinnuna vel og hefur orðin mikil aukning þátttakanda á milli ára.
Á morgun miðvikudaginn 6. maí verður setningarhátíð Hjólað í vinnuna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 8:30. Þátttakendur í Hjólað í vinnuna eru hvattir til þess að hjóla við áður en haldið er til vinnu og þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp.
Eftir ávörpin munu gestir og þátttakendur hjóla átakið formlega af stað.

Á meðan að verkefninu stendur verða leikir í gangi. Þegar þátttakendur skrá sig til leiks eiga þeir möguleika á því að verða dregnir út í skráningarleik í Popplandi á Rás 2. Þar verða dregnir út glæsilegir vinningar frá Erninum. Þann 26. maí verður svo dregið út hjól að verðmæti 100.000kr.
Þátttakendur eru hvattir til að taka skemmtilegar myndir af þátttöku sinni í verkefninu og merkja myndina með #hjoladivinnuna. Með því gætu þátttakendur unnið snertilaust kreditkort með 25.000kr inneign frá Valitor.
Kaffitjöldin verða á sínum stað en þó með breyttu fyrirkomulagi. Kaffitjöldin verða 11.,12.,13., 19. og 20. maí og verður eitt tjald uppi hvern dag en ekki 5 eins og verið hefur.  Sjá má staðsetningu þeirra inn á hjoladivinnuna.is

Valitor er aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vegna Hjólað í vinnuna.
Aðrir samstarfsaðilar eru: Rás 2, Advania, Umhverfissvið Reykjarvíkurborgar, Örninn, Hjólreiðasamband Íslands, Landssamtök hjólreiðamanna, Hjólafærni á Íslandsi, Kaffitár, Ölgerðin og Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma s: 868-8018 eða sigridur@isi.is