Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

Ársþing og 70 ára afmælishátíð ÍBH

07.05.201549. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar var haldið laugardaginn 25. apríl sl í félagssal Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Þingið var vel sótt en alls mættu 61 fulltrúi aðildarfélaga ÍBH á þingið og voru vel virkir í þingstörfum. Jón A. Marinósson var kosinn fyrsti þingforseti og Guðmundur Haraldsson fyrsti ritari þingsins. Framkvæmdastjóri ÍBH Elísabet Ólafsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar og gjaldkeri ÍBH Bergsteinn Hjörleifsson útskýrði reikninga ÍBH og Afreksmannasjóðs ÍBH. Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði ávarpaði þingið.  Sigríður Jónsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ ávarpaði þingið og færði kveðjur frá ÍSÍ.  Mál tengd uppbyggingu íþróttamannvirkja eru ávallt fyrirferðamikil á þingum ÍBH og var einnig samþykkt að hafa starfandi milliþinganefnd um málaflokkinn fram að næsta þingi sambandsins. Stjórn ÍBH stefnir að því að starfa nánar með aðildarfélögunum sínum að fræðslu- og afreksmálum og voru m.a. mál því tengd einnig samþykkt á þinginu. Frá síðasta þingi hefur eitt nýtt aðildarfélag tekið til starfa Lyftingafélag Hafnarfjarðar sem var stofnað 9. júlí 2014. Hrafnkell Marinósson var endurkjörinn formaður ÍBH til næstu tveggja ára.  Að þingi loknu hófst móttaka í tilefni 70 ára afmælis ÍBH í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Um 140 gestir mættu í hófið sem var hið glæsilegasta. Íþróttabandalaginu voru færðar margar góðar gjafir í tilefni afmælisins og góðar kveðjur bárust úr öllum áttum. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ færði bandalaginu áletraðan silfurplatta að gjöf og flutti sambandinu árnaðaróskir. Jóhann Guðni Reynisson var með skemmtilegan fyrirlestur um bandalagið og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði sl 70 ár. Tríó Stebba Ó. sá um tónlistarflutning og Jón Jónsson íþrótta- og tónlistarmaður tók nokkur lög. Margir einstaklingar voru heiðraðir fyrir störf sín í þágu íþróttamála í Hafnarfirði  samtals voru 51 silfurmerki og 17 gullmerki ÍBH afhent.

Myndir með frétt