Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Íslenskir þátttakendur á Evrópuleikum

08.05.2015

Dagana 12. til 28. júní fara fyrstu Evrópuleikarnir fram í Bakú í Azerbaijan. Fyrstu Evrópuleikarnir verða án efa glæsilegur viðburður. Nú eignast Evrópa sína álfuleika, líkt og aðrar heimsálfur. Keppni stendur yfir í 17 daga og búist er við meira en 6000 íþróttamönnum frá Ólympíuþjóðum Evrópu. Keppt verður í 20 íþróttagreinum, þar á meðal í greinum sem ekki hefur verið keppt í áður á stórmóti sem þessu, t.d. 3x3 körfuknattleik, strandfótbolta, karate og sambó. Í tólf íþróttagreinum geta keppendur tryggt sig á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Samtals verða veittir 253 verðlaunapeningar á Evrópuleikunum.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest þátttöku íslenskra keppenda í 9 íþróttagreinum og alls munu 19 íslenskir íþróttamenn taka þátt í leikunum.

Sérsamband

Nafn

Keppnisgreinar

Badmintonsamband Íslands

Kári Gunnarsson

Einliðaleikur karla

Badmintonsamband Íslands

Sara Högnadóttir

Einliðaleikur kvenna

Bogfiminefnd ÍSÍ

Sigurjón Atli Sigurðsson

Sveigbogi

Fimleikasamband Íslands

Dominiqua Belanui

Áhaldafimleikar kvenna

Fimleikasamband Íslands

Thelma Hermannsdóttir

Áhaldafimleikar kvenna

Fimleikasamband Íslands

Norma Róbertsdóttir

Áhaldafimleikar kvenna

Fimleikasamband Íslands

Valgarð Reinhardsson

Áhaldafimleikar karla

Júdósamband Íslands

Sveinbjörn Jun Iura

-81 kg. karla

Júdósamband Íslands

Þormóður Árni Jónsson

-100 kg. karla

Karatesamband Íslands

Telma Frímannsdóttir

Kumite -68 kg. kvenna

Skotíþróttasamband Íslands

Ásgeir Sigurgeirsson

Loftskambyssa og frjáls skambyssa

Skotíþróttasamband Íslands

Hákon Þór Svavarsson

Skeet karla

Skylmingasamband Íslands

Þorbjörg Ágústsdóttir

Höggsverð kvenna

Sundsamband Íslands

Bryndís Bolladóttir

100m skriðsund stúlkna, 50m flugsund stúlkna, 50m skriðsund stúlkna, 4x100m skriðsund stúlkna, 4x100m fjórsund stúlkna

Sundsamband Íslands

Sunneva Friðriksdóttir

100m skriðsund stúlkna, 200m skriðsund stúlkna, 400m skriðsund stúlkna, 800m skriðsund stúlkna, 4x100m skriðsund stúlkna, 4x100m fjórsund stúlkna

Sundsamband Íslands

Harpa Ingþórsdóttir

1.500m skriðsund stúlkna, 800m skriðsund stúlkna, 4x100m skriðsund stúlkna, 4x100m fjórsund stúlkna

Sundsamband Íslands

Eydís Kolbeinsdóttir

1.500m skriðsund stúlkna, 200m fjórsund stúlkna, 400m skriðsund stúlkna, 4x100m skriðsund stúlkna, 4x100m fjórsund stúlkna

Sundsamband Íslands

Bragi Snær Hallsson

100m baksund pilta, 200m baksund pilta, 50m baksund pilta

Taekwondósamband Íslands

Meisam Rafiei

-58 kg. karla

 

Þá hafa sérsambönd tilnefnt flokksstjóra og þjálfara með keppendum. Þeir eru: 

Sérsamband

Nafn

Hlutverk

Badmintonsamband Íslands

Árni Þór Hallgrímsson

Flokksstjóri/þjálfari

Skotíþróttasamband Íslands

Halldór Axelsson

Flokksstjóri/þjálfari

Júdósamband Íslands

Axel Ingi Jónsson

Flokksstjóri/þjálfari

Skylmingasamband Íslands

Mihail Alexandru Bela

Flokksstjóri/þjálfari

Bogfiminefnd ÍSÍ

Carsten Tarnov

Flokksstjóri/þjálfari

Karatesamband Íslands

Gunnlaugur Sigurðsson

Flokksstjóri/þjálfari

Taekwondósamband Íslands

Tomas Santiago Rodriguez Segura

Flokksstjóri/þjálfari

Sundsamband Íslands

Unnur Sædís Jónsdóttir

Flokksstjóri/sjúkraþjálfari

Sundsamband Íslands

Jacky Pellerin

Þjálfari

Fimleikasamband Íslands

Sólveig Jónsdóttir

Flokksstjóri

Fimleikasamband Íslands

Róbert Kristmannsson

Þjálfari

Fimleikasamband Íslands

Vladimir Antonov

Þjálfari

Þá munu þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir fimleikadómarar starfa á leikunum á vegum evrópska fimleikasambandsins.

Fararstjórn verður í höndum Andra Stefánssonar og Örvars Ólafssonar, starfsmanna Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Þau Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, munu sækja leikana og verða viðstödd setningarhátíðina sem fer fram föstudaginn 12. júní, sem og fylgjast með keppni íslenska hópsins.

Frekari upplýsingar um Evrópuleikana má finna á http://baku2015.org/en/