Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
22

Heiðursnefnd Smáþjóðaleikanna 2015 hittist

22.05.2015

Fimmtudaginn 21. maí hittist Heiðursnefnd Smáþjóðaleikanna 2015 í fundarsal framkvæmdastjórnar ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal til spjalls og ráðagerða vegna leikanna.  Í nefndinni eru Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinun Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ, Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.

Yfirvofandi verkföll ýmissa starfsstétta í þjóðfélaginu ógna undirbúningi og framkvæmd leikanna og framvinda næstu daga ræður miklu um næstu skref.  Heiðursnefndin ræddi þessi mál, sem og önnur er lúta að síðustu dögum undirbúningsins og dagskrá leikanna.

Við þetta tækifæri fengu meðlimir Heiðursnefndar Smáþjóðaleikanna 2015 afhenta ZO-ON einkennisjakka sjálfboðaliða á leikunum og skörtuðu þeim við myndatöku eftir fundinn.

Myndir með frétt