Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Vika í Smáþjóðaleika!

25.05.2015

Í dag er aðeins ein vika þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu standa frá 1. - 6. júní.
Þau gleðilegu tíðindi bárust fyrr í dag um að búið væri að fresta fyrirhuguðum verkföllum þannig að ljóst er að Smáþjóðaleikarnir munu fara fram. Þungu fargi er því létt af skipuleggjendum og allir geta nú leyft sér að hlakka til lokaundirbúningsins. 

Í síðustu viku fyrir leika er að mörgu að huga. Á morgun verður hluti af þeim skiltum sem tilheyra leikunum settur upp í íþróttamannvirkjum. Fyrirtækið Áberandi hefur staðið vaktina í prentun á skiltunum og munu þeir fá hjálp sjálfboðaliða leikanna við að koma þeim upp. Þann 29. maí verður klárað að setja upp öll skilti í öllum íþróttamannvirkjum og fánum verður flaggað fyrir utan mannvirkin. Um tíu sjálfboðaliðar munu aðstoða við uppsetningu, ásamt hönnunarteymi leikanna. 
Smáþjóðaleikarnir verða auglýstir í borgarstöndum út um alla Reykjavíkurborg frá morgundeginum og út leika. Blossi auglýsir leikana í Kringlunni ásamt versluninni ZO-ON, sem kynnir golfíþróttina þessa vikuna. 
Nú er einnig verið að leggja lokahönd á ýmis mál er varða verðlaunaafhendingar, fræðslu og kynningar fyrir skólakrakka í Laugardalnum, þátttakendalista, útgáfu mótsblaðs, aðstöðu fyrir íslenska þátttakendur, sjálfboðaliðaverkefni og svo má lengi telja.
Fylgist með lokaundirbúningi á heimasíðu leikanna, Fésbókarsíðu leikanna, Instagram og Twitter.

www.iceland2015.is
@isiiceland
#gsse2015 #blossi