Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Grunnskólanemendur í Laugardalnum

04.06.2015Það verður mikið um dýrðir á morgun á næst síðasta degi Smáþjóðaleikanna, en von er á rúmlega 500 skólakrökkum úr sex skólum víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu í Laugardalinn klukkan 9:30 – 12:00.
Á meðan á leikununum stendur hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið fyrir Ólympíudögum fyrir grunnskólanemendur þar sem þau fá kynningu á Ólympíuleikunum, auk þess sem þau fá að reyna fyrir sér í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Íþróttagreinarnar sem í boði verða á morgun eru glíma, keila, skylmingar, frjálsíþróttir og knattþrautir.
Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna, verður á staðnum og tekur á móti krökkunum við eldstæði Smáþjóðaleikanna klukkan 10:30 þar sem hann mun stilla sér upp í myndatöku með hópnum.
Nánari upplýsingar veita:
Ragnhildur Skúladóttir, ragnhildur@isi.is
Þórarinn Alvar Þórarinsson, alvar@isi.is