Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 13. júní

10.06.2015

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 13. júní næstkomandi.Eins og undanfarin ár verður hlaupið í Garðabæ og Mosfellsbæ ásamt yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis. 
Þátttökugjald er 1.500 kr. og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri en innifalið í gjaldinu er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur. 
Bolurinn í ár er fallega fjólublár eins og sjá má á lit auglýsingarinnar sem fylgir hér í fréttinni.
Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum.

Koma svo!