Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Evrópuleikar í Bakú

22.06.2015

Í nótt komu síðustu íslensku keppendurnir til Bakú þegar Sveinbjörn Iura keppandi í júdó og Þorbjörg Ágústsdóttir keppandi í skylmingum mættu til Bakú.  Keppendur í sundi og badminton höfðu komið síðustu dagana þar á undan, enda er keppni í þessum fjórum íþróttagreinum á dagskrá síðustu viku leikanna.  Við sama tækifæri hélt stór hópur heimleiðis, en í nótt yfirgáfu þorpið keppendur í fimleikum og skotfimi.

Keppni í badminton hófst í morgun og átti Sara Högnadóttir einn af fyrstu leikjum mótsins.  Keppti hún þar við Fiorella Marie Sadowski frá Möltu og sigraði hana í tveimur lotum, 21-17 og 21-13.  Kári Gunnarsson keppir síðar í dag við Vladimir Malkov frá Rússlandi, en í þessu móti er keppt í fjögurra manna riðlum þar sem tveir úr hverjum riðli komast áfram í 16 manna úrslit.  Sara og Kári keppa síðan aftur á morgun og á miðvikudag og kemur þá í ljós hvort að þau komist áfram í mótinu.

Hægt er að fylgjast með keppni í badminton hér og keppni íslenska hópsins hér.

Á morgun þriðjudag hefst keppni í sundi á Evrópuleikunum, en Ísland á fimm sundmenn á leikunum sem keppa munu næstu daga.

 

Myndir með frétt